Erfiðu skilyrðin fjögur - þeim þarf að loka árið 2023
Þrátt fyrir það, þá eru mikilvæg skilyrði fyrir áframhaldandi vottun um sjálfbærni línu- og netaveiða við Ísland. Frá því að þessi skilyrði komu fram árið 2022 hefur verið unnið að þeim með góðri og nauðsynlegri samvinnu. Næsta árlega úttekt þar sem þessi skilyrði verða tekin fyrir fer fram í október 2023 og fljótlega eftir það skýrist hvort nóg hafi verið gert til að loka þessum skilyrðum eða sýna fram á nauðsynlegar umbætur.
Skilyrðin snúast um meðafla sjófugla og sjávarspendýra við línu- og netaveiðar. Í tengslum við framkvæmd þessara veiða þar sem þarf að sýna fram á viðgang tegunda, aðgerðir sem draga úr meðafla, sýna fram á stofnstærðir, strategíu um áhrif veiða á aðrar tegundir og betri gögn um áhrif veiða á aðrar tegundir.
(1) Mælikvarði 2.2.2 Secondary species, Management
Netaveiðar: Það þarf að sýna fram á að framkvæmd veiðanna feli ávallt í sér aðferðir og leiðir til að lágmarka meðafla af fugli og spendýrum á mælanlega árangursríkan hátt.
(2) Mælikvarði 2.3.1 ETP Species, Outcome
Línu- og netaveiðar: Allar tegundir sem sjófugla og sjávarspendýra sem veiðast með, séu metnar 'mjög líklega' fyrir ofan líffræðileg viðmið sín eða að línu- og netaveiðar séu 'mjög ólíklegar' til hindra vöxt og viðgang sjófugla og sjávarspendýra.
(3) Mælikvarði 2.3.2 ETP Species, Management Strategy
Línu- og netaveiðar: Í virkni sé sýnilega árangursrík strategía sem skuli sýna að línu- og netaveiðar hindri ekki vöxt eða viðgang nokkurra sjófugla né sjávarspendýra. Strategían skuli vera í reglulegri endurskoðun og uppfærslu til að uppfylla tilganginn.
(4) Mælikvarði 2.3.3 ETP Species, Information
Línu- og netaveiðar: Þegar skilyrðinu er lokað, árið 2023, skulu gögn um meðafla, ásamt stofnstærðum sjófugla og sjávarspendýra vera nægileg til að meta það, hvort línu- og netaveiðar standi viðkvæmum og vernduðum tegundum (ETP) fyrir þrifum með því að hindra vöxt þeirra og viðgang.