Sjálfbærar fiskveiðar

ÞAÐ HELSTA Í 

Júlí 2023

Nú eru um 70 fyrirtæki þátttakendur í Icelandic Sustainable Fisheries og hvert þeirra getur staðfest sjálfbæran uppruna sjávarafurða með aðild sinni að öllum MSC fiskveiðiskírteinum félagsins.

ÞAÐ HELSTA Í JÚLÍ

Veiðar á gulllaxi hafa nú fengið vottun

Þann 28. júlí tilkynnti vottunarstofan Global Trust að veiðar íslenskra skipa á gulllaxi myndu hljóta vottun samkvæmt MSC staðil um sjálfbærar. Nýja skírteinið gildir til 5 ára og er gefið út án skilyrða.

Skírteinið sjálft er þó ekki komið út en hér fyrir neðan má sjá staðfestingu frá vottunarstofunni. Gulllax í birgðum frá 22. mars 2022 má nú selja sem MSC vottaðan, að uppfylltu skilyrði um rekjanleika og að varan hafi frá löndun verið í eigu fyrirtækis sem á hlutdeild í skírteininu með aðild sinni að ISF.

Picture
staðfesting
MSC055 ISF Iceland greater silver smelt. Notification release.

Engin skilyrði eru sett fyrir vottuninni

Algengast er að því fylgi skilyrði þegar veiðar fá vottun um sjálfbærni. Skilyrðunum þarf að loka á fimm ára gildistíma hvers skírteinis til að vottun fáist endurnýjuð til annarra fimm ára. Einungis veiðar á gulllaxi og loðnu eru vottuð um sjálfbæra framkvæmd án skilyrða. 

Erfiðu skilyrðin fjögur - þeim þarf að loka árið 2023

Þrátt fyrir það, þá eru mikilvæg skilyrði fyrir áframhaldandi vottun um sjálfbærni línu- og netaveiða við Ísland. Frá því að þessi skilyrði komu fram árið 2022 hefur verið unnið að þeim með góðri og nauðsynlegri samvinnu. Næsta árlega úttekt þar sem þessi skilyrði verða tekin fyrir fer fram í október 2023 og fljótlega eftir það skýrist hvort nóg hafi verið gert til að loka þessum skilyrðum eða sýna fram á nauðsynlegar umbætur.

Skilyrðin snúast um meðafla sjófugla og sjávarspendýra við línu- og netaveiðar. Í tengslum við framkvæmd þessara veiða þar sem þarf að sýna fram á viðgang tegunda, aðgerðir sem draga úr meðafla, sýna fram á stofnstærðir, strategíu um áhrif veiða á aðrar tegundir og betri gögn um áhrif veiða á aðrar tegundir.

(1) Mælikvarði 2.2.2 Secondary species, Management

Netaveiðar: Það þarf að sýna fram á að framkvæmd veiðanna feli ávallt í sér aðferðir og leiðir til að lágmarka meðafla af fugli og spendýrum á mælanlega árangursríkan hátt.

(2) Mælikvarði 2.3.1 ETP Species, Outcome

Línu- og netaveiðar: Allar tegundir sem sjófugla og sjávarspendýra sem veiðast með, séu metnar 'mjög líklega' fyrir ofan líffræðileg viðmið sín eða að línu- og netaveiðar séu 'mjög ólíklegar' til hindra vöxt og viðgang sjófugla og sjávarspendýra.

(3) Mælikvarði 2.3.2 ETP Species, Management Strategy

Línu- og netaveiðar: Í virkni sé sýnilega árangursrík strategía sem skuli sýna að línu- og netaveiðar hindri ekki vöxt eða viðgang nokkurra sjófugla né sjávarspendýra. Strategían skuli vera í reglulegri endurskoðun og uppfærslu til að uppfylla tilganginn.

(4) Mælikvarði 2.3.3 ETP Species, Information

Línu- og netaveiðar: Þegar skilyrðinu er lokað, árið 2023, skulu gögn um meðafla, ásamt stofnstærðum sjófugla og sjávarspendýra vera nægileg til að meta það, hvort línu- og netaveiðar standi viðkvæmum og vernduðum tegundum (ETP) fyrir þrifum með því að hindra vöxt þeirra og viðgang.  

Til að loka skilyrðunum

Það er nauðsynlegt fyrir áframhaldandi vottun línu- og netaveiða við Ísland að loka þessum skilyrðum á árinu 2023. Takist það ekki, þá missa línu- og netaveiðar MSC vottun sína um sjálfbærni veiða.

Vinna vegna þessa hefur þegar farið af stað og ljóst að samstarf þarf til að ná þessu markmiði - að loka þessum fjórum skilyrðum árið 2023 því framkvæmd veiðanna er á hendi stjórnvalda og greinarinnar saman.

HÉR ER SÍÐAN OKKAR

HITTUMST HÉR